17.4.2007 | 12:26
Skrítinn heimur sem við lifum í
Á Íslandinu okkar ber lögreglan ekki skotvopn á sér almennt en í "draumalandinu" þarftu bara að vera 18 ára til að geta farið í búð og keypt þér haglabyssu en þarf svo að bíða í 3 ár til að geta keypt þér hvítvínsflösku! Hvað eru Ameríkanar að hugsa??????
Þegar maður sér svona fréttir þá fer maður að hugsa......hugsa um hvað maður hefur það gott á litla Íslandi. Vissulega eru vandamál hér líka en ég er þó róleg yfir því að senda dóttur mína í skólann á hverjum degi. Það eru engir vopnaðir verðir á göngunum í Árbæjarskóla eins og í venjulegum skóla í Bandaríkjunum sem yfirheyra hana þegar hún þarf að pissa......og hvað með það þó hún taki nokkur handahlaup á leiðinni tilbaka í stofuna sína þegar hún er búin að klósettinu!!
Steig inn í skólastofuna og hóf skothríð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sara Guðmundsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 518
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey til hamingju með bloggið
Gott fyrir þig að hafa eitthvað að sýsla fyrst þú hangir hvort sem er heima allan daginn og gerir ekki neitt. Ég gef mig hér með fram til að vera fyrsti gestabloggarinn á síðunni þinni. Efniviðurinn verður þú sjálf. Þorirðu ? hehe kveðja Anna J
Anna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 12:44
Ég held að lög um byssukaup séu mismunandi á milli ríkja Í Bandaríkjunum. Mig minnir að sumsstaðar megi 16 ára kaupa byssur. Þó að ég sé ekki alveg viss um þetta þá veit ég áfengiskaupaaldur er mismunandi innan Bandaríkjanna. Sumsstaðar er lágmarksaldurinn 21 ár. Annarsstaðar 18.
Allir Bandaríkjamenn búa samt við stöðugan áróður þar sem byssan er upphafin og lofsungin. Landssamband riffileigenda eru talin öflugasti þrýstihópur BNA. Eru þó margir þrýstihópar glettilega kröftugir.
Byssusalar í BNA eru líka snjallir. Sumar verslandir og þjónustustofnanir, til að mynda bankar og tryggingafélög, gefa nýjum viðskiptavinum byssu fyrir að færa viðskiptin til þeirra.
Jens Guð, 17.4.2007 kl. 12:49
Þakka þér Jens fyrir að undirstrika meiningu mína. Í hvernig heimi lifum við eiginlega??
Sara Guðmundsdóttir, 17.4.2007 kl. 12:55
Elva (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 12:55
Hæ sæta og til hamingju með bloggið. Reyndi að skrifa í gestabókina, það leit meira að segja út að ég myndi verða fyrst en það klikkaði eitthvað buuu... En vertu ofsa dugleg að skrifa hér, ég mun fylgjast vel með. Kveðja, knús og söknuður!
Salóme Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:10
Til lukku með bloggið kæra frænka. :)
Og þetta er hrikalegt allt þetta byssuæði þarna úti. Það fer bara hrollur um mann.
Sigga frænka. (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 17:15
Loksins ertu farin að blogga segi ég nú bara. Það gleður mitt litla hjarta.
Regína frænka (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.