24.4.2007 | 12:40
Sykur Sykur og meiri SYKUR
Við vinkonurnar vorum einmitt að rifja það upp um daginn þegar við vorum í Laugalækjarskóla að það var mjög eftirsótt að vinna í "bakaríinu" í frímínútum því þá fékk maður ókeypis snúð og kókómjólk. Þetta var nú það sem manni þótti best af öllu, jú og stundum var líka gott að kaupa sér hálft franskbrauð og borða innan úr því og drekkar kókómjólkina með.
Hér í Árbænum þar sem ég bý er sjoppa rétt hjá skólanum sem opnar kl. 8 á morgnana til að sinna skólabörnunum og það þykir bara eðlileg sjón að sjá krakkana drekka kók fyrir hádegi. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég fæ mér stundum Pepsi max fyrir hádegi en nota alltaf þá afsökun (fyrir mig) að þetta sé bara eins og kaffi fyrir aðra......ekkert verra en það. En málið er að þetta er samt ekkert gott!
Mér líst samt vel á þessa sstefnu í skólunum í Stokkhólmi og kannksi er þetta ein leið til að minnka sykurneyslu hjá börnum. Alveg þess virði að prófa......
Feitum börnum fækkar með sætindabanni í skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sara Guðmundsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.