25.4.2007 | 15:18
Mömmu á þing!!
Ég hringdi í mömmu í gær svona eins og ég geri nokkrum sinnum í viku. Ég var bara svona að spyrja hana um daginn og veginn og hvernig henni gengi í kosningabarátunni en hún er í 10.sæti Vinstri grænna á Suðurlandi.
Hún hélt svona líka þrumuræðu yfir mér um velferðarmál, málefni grænmetisbænda, bilið milli ríkra og fátæka o.sv.frv.
Ég sá það og heyrði að það þarf að koma henni inn á þing kellunni, eini gallinn er að ég veit ekki hvort hún vill það hún elskar svo mikið að vera kennari.......heyrðu annars, ég er búin að skipta um skoðun, það þarf að koma henni til Chicago í þáttinn til Opruh því Oprah elskar kennara og kannski gefur hún henni bíl!!
Þetta er kannski langsótt og sennilegra auðveldara að koma henni á þing. Já, ég held allavega með mömmu í kosningunum í ár!!
Um bloggið
Sara Guðmundsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig er það gat hún ekki verið aðeins ofar á listanum ........
Ásthildur Stærri (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 15:32
Hún væri sko GÓÐ á þingi konan.... Áfram Olga volga.
Guðrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:47
Elsku stelpan,
takk fyrir trúna á mömmu.
Kannski maður reyni bara að komast í Ophru með þinni hjálp. Gæti alveg þegið bíl með bensíni og öllu, nema almenningssamgöngur lagist sem væri það besta. Við þurfum að draga úr mengun svo að við eyðileggjum ekki fyrir afkomendum okkar. Það er náttúrulega alveg út í hött að vera með marga bíla á einu heimili, spúandi og rymjandi með eiiiiiiiiiiiiiturtunguna útí loftið. Draumastaðan er einn bíll með 50 manns innanborðs og allir glaðir. Minni mengun, kostar minna og svo væri það svo gaman, allir glaðir og brosandi saman eins og er í strætó í Reykjavík. Eða er það ekki þannig? Af hverju erum við svona miklir einstaklingshyggjumennkonur???? og af hverju skiljum við ekki að það er ekki bara dagurinn í dag. Það er líka á morgun og hinn og hinn og .............barnabarnabarnabarnabörnin okkar og hinna og ekki bara við sem þurfum að lifa á þessari jörð. Ég elska að vera kennari allra þessara hryllilega hortugu krakka. En ég væri betur sett launalega sem þingmaður það er alveg klárt. Er ekki bara hægt að safna fyrir mig eins og aðra bágstadda?? Söru á þing!!!!!!
Guðrún Olga Clausen, 25.4.2007 kl. 20:51
Hæ..vildi bara kvitta fyrir mig þar sem ég sá af saumóblogginu að þú værir komin með blogg ;)
Svanhildur (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 20:54
Ég mæli sko með mömmu þinni á þing! Hún er frábær kona með mikla réttlætiskennd og er víðsýn. Hún ætti að vera ofar á listanum. Kveðja og knús til ykkar
Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.5.2007 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.