1.5.2007 | 14:15
Grenj
Ég held að ég verði að hætta að horfa svona mikið á sjónvarp. Ég er farin að grenja yfir ótrúlegustu þáttum. Til dæmis þá grét ég yfir Ameríska Idolinu í gær. Okei, það var reyndar verið að sýna myndir af veikum og sveltandi börnum í Afríku en ég er að verða ofurviðkvæm. Kannski er þetta eftirfæðingaviðkvæmni.
Áðan grét ég yfir Opruh sem er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Hún var með tvíburasystur í heimsókn hjá sér sem fæddust samvaxnar og voru aðskildar fyrir nokkrum mánuðum.
Ég grét yfir Íslandi í dag í gær. Ég grét ekki bara yfir því hvað þessi þáttur er vondur heldur líka yfir viðtalinu við nýja forstjóra Glitnis. Ástæðan er einföld, ég bara skil ekki af hverju hann Bjarki minn fékk ekki boð um þetta starf. Hann er orðin 34 ára og löngu kominn tími á hann.
Nú svo horfði ég á kastjósið á netinu áðan síðan á föstudag þegar Helgi Seljan var með Jónínu Bjartmarz í "viðtali" ef viðtal skal kalla. Ég grét yfir því hvað hann var vondur við hana og dónalegur. Ég meina ég þekki hana ekki neitt og kýs ekki Framsókn en þetta fannst mér leiðinlegt að sjá.
Já, ég er jafnvel að hugsa um að minnka sjónvarspglápið og snúa mér frekar að útiveru með börnunum mínum og hoppa meira á trampólíninu sem tekur allan garðinn minn
Gleðilegt sumar
Um bloggið
Sara Guðmundsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu að líkjast sumum í fjölskyldunni Sara mín.? Ég gekk í gegnum svona tímabil en er orðin svoddan töffari að ég er næstum hætt þessu. Nema, ég fer að gráta um hver einustu jól þegar ég horfi á myndbandið sígilda "Hjálpum þeim" þá grenja ég ævinlega eins og stunginn grís. 'Eg græt vegna allra þeirra sem svelta í heiminum að óþörfu. Svo græt ég í bílnum mínum þegar ég hlusta á Bítlana á leiðinni til Reykjavíkur að hitta barnabörnin mín. Ég verð svo óendanlega hamingjusöm og glöð með mitt hlutskipti. Lífið er mér svo gott.
Guðrún Olga Clausen, 1.5.2007 kl. 14:25
Velkomin í hópinn Sara mín:
Ég er svona líka ,sérstaklega þessa dagana grét einnig yfir idolinu í gær.
Við erum víst ekki þær einu viðkvæmu í þessari líka tilfinningaríku fjölskyldu.
Guðrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 16:50
Það er spurning hvort að hægt sé að kortleggja þessi viðkvæmnisgen. Skyldi Kári Stefánsson hafa áhuga á að rannsaka fjölskylduna? Nei, ég segi svona.
Ástar-, gleði- og grátkveðja,
Elín Björg
Elín Björg (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 18:25
O hvað ég skil svona grenj! Það er svo margt sem kemur út á mér tárunum og það er oft svooooo gott að láta eftir sér að orga ærlega, sérstaklega þegar manni líður sem besti.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 1.5.2007 kl. 20:43
Guð ég vissi ekki að þetta væri ættgengt. Kannski þetta sé bara algengt
Aðalheiður Magnúsdóttir, 2.5.2007 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.