15.6.2007 | 09:58
Hvað er í matinn.is?
Jæja, þá er síðan okkar http://www.hvaderimatinn.is/?
loksins farin í loftið. Við ákváðum að setja hana rólega í loftið og prófa hana, sjá hvað hún þolir mikla umferð og svo koma alltaf upp fullt af tæknilegum málum sem þarf að laga.
Þetta hefur gengið í raun fáránlega vel og er ég búin að rekast á umræður um síðuna nokkrum sinnum á barnalandi og líka á nokkrum bloggsíðum. Það er fólk úti úm allan heim búið að skoða síðuna allt frá Danmörki til Japan og eiginlega allt þar á milli. Þetta hljóta að vera Íslendingar sem búa erlendis og hafa fengið slóðina senda.....er það ekki??
Það eru spennandi hlutir að gerast í þessu og verður helling bætt við á næstunni.
Öll comment eru vel þegin. Ég lít svo á að allar athugasemdir séu góðar því við erum að reyna að gera síðuna notendavæna fyrir alla helst!!
Góða helgi lömbin mín,
Sara
Um bloggið
Sara Guðmundsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kíkti aðeins og finnst þetta mjög sniðug síða. Til hamingju með það kæra frænka! Ég kíki þangað næst þegar hugmyndaskortur ríkir í eldhúsinu.
Laufey Ólafsdóttir, 15.6.2007 kl. 18:46
Gangi ykkur vel með þetta Sara mín
Guðrún Olga Clausen, 16.6.2007 kl. 07:44
Hæ Sara.
Ég er ekkert smá ánægð að hafa kíkt á bloggið þitt í dag og sjá slóðina á nýju síðuna...Hún er vægast sagt FRÁBÆR! Ég er strax búin að skrá mig og búin að senda hana á alla í vinnunni og það eru einhverjir búnir að skrá sig líka. Ég sá þó ekki neitt um kostnað að vera með í þessu, ekki er þetta ókeypis dæmi? Gangi ykkur bara rosalega vel með þetta og ég hlakka til að prófa þessar nýju uppskriftir.
Bestu kveðjur
Magga Backman
Margrét Backman (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 11:09
Þetta er mjög fín síða og mun vel brúkast á mínu heimili!!
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 19.6.2007 kl. 16:08
Takk Magga fyrir hrósið! Jú, þetta er ókeypis þjónusta og það er ýmislegt sem bætist við á næstunni eins og innkaupalistar o.fl.
Sara Guðmundsdóttir, 19.6.2007 kl. 16:35
T akk Hannes
Sara Guðmundsdóttir, 19.6.2007 kl. 16:36
Flott síða, hún er komin í favorits hjá okkur.
Ásta Kr. Óladóttir (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.