2.7.2007 | 10:42
The Wall
Vildi bara deila því með ykkur að ég fór á frábæra tónleika á föstudagskvöldið í Laugardalshöllinni. Þar voru Dúndurfréttir ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands að taka The Wall. Þetta voru vægast sagt æðislegir tónleikar og fór Pétur Örn á kostum!! Ókei, ég skal viðurkenna að hann er bróðir minn en engu að síður stóð hann sig hrikalega vel. Reyndar gerðu þeir það allir og ekki síður kór Kársnesskóla sem var alveg frábær.
Við Bjarki fórum að tala um það á leiðinni heim eftir tónleikana hvað við erum alin upp við ólíka tónlist. Heima hjá mér voru Bítlarnir í fyrsta sæti og á eftir þeim Led Zeppelin, Pink Floyd,Eagles,Uriah Heep,Rolling Stones,Deep Purple of fl. Heima hjá honum voru Shawdos oft á fóninum ásamt John Denver. Þetta er bara frábært en mér finnst voða gaman hvað hann er að taka við sér í rokkinu. þetta kemur hægt en kemur þó
Allavega þá mæli ég með því að þið kíkið á hljómsveitina Dúndurfréttir næst þegar þeir eru að spila, það er upplifun að hlusta á þá.
Um bloggið
Sara Guðmundsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vó Sara - ég fór á fimmtudagskvöldinu - sat á fyrsta bekk og ég er ennþá að ná mér niðrá jörðina! Hér eftir verð ég fastur gestur á Dúndurfrétta tónleikum. Þetta var bara ÆÐI!! Gæsahúð og vellíðan Þú mátt skila takk-i til Péturs
Dagga (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 20:34
Ohh mig langaði svo að fara...það hefur verið góð gæsahúð í gangi.
Regína (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 15:13
Ógeðslegt svekk að hafa ekki verið á þessum tónleikum. Og ég meina óóóógeðslegt svekk. Ég vona bara að þetta komi út á DVD.
Melissa (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.