Hvað er að gerast?

Ég fór í búðarleiðangur í dag, gerðist svo rosalega dugleg að fara bæði í Kringluna og í Smáralind. Eftir að hafa þrætt allmargar verslanir í þeim tilgangi að finna spariskó á dætur mínar þá var niðurstaðan þessi: fann enga skó en fékk hræðilega þjónustu í flestum búðunum.

Hvað er í gangi með "unga" fólkið? Í Zöru, Debenhams,Oasis,Next, og á fleiri stöðum voru ungar stelpur að vinna og á öllum stöðunum stóðu þær við afgreiðslukassann og voru að kjafta saman! Þær litu varla á þann sem þær voru að afgreiða og maður var kominn óþægilega mikið inn í þeirra einkalíf.

.........."svo fékk ég sms frá honum um að hann vildi hitta mig aftur og"........."já, hún er algjör drusla....."........HVAÐ ER Í GANGI?????? 

Svo fór ég í Steinar Waage og karen Millen (já, stalst til að skoða líka á mig :) og þar voru eldri konur að vinna og þar fékk ég þvílíkt flotta þjónustu.

Erum við að ala upp letingja? Þessir krakkar eru bara að komast upp með þetta, kannski af því að það bráðvantar svo starfsólk í búðirnar en þó að svo sé þá er alveg hægt að kenna þeim almenna mannasiði og svona almennt hvernig það er að vera í þjónustustarfi.

Nú vil ég alls ekki dæma alla unglinga sem letingja en því miður held ég að ansi stór hluti af þeim séu það samt. Kannski er ástæðan sú að unglingar í dag mega ekki byrja að vinna fyrr en þeir eru orðnir 16 ára. Þeim er hreinlega skikkað að vera heima hjá sér og suða í mömmu og pabba um vasapening.

Mér varð allavega ekki meint af að byrja að vinna 10 ára gömul hjá Ríkisútvarpinu og þar vann ég með skóla í 4 ár. Ég vann líka á fleiri stöðum, sólbaðsstofu, unglingavinnunni og svo auglýstum við vinkonurnar í Þjóðviljanum hreingerningarþjónustu og það var brjálað að gera í því, sérstaklega fyrir jólin þegar við auglýstum jólaþrifin. 

Jæja, tuðkvótinn er búinn í dag, over and out.....

Sara 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Heyr heyr !!! þetta er alveg með ólíkindum. Ég get svarið það að þetta er svona. Ég veit kannski doldið hvað er í gangi af því að ég er kennari og vinn með unglingum. Unglingar í dag eru besta fólk eins og þeir hafa alltaf verið EN það vantar uppá að þeim séu kennd alls konar gildi heima fyrir. Foreldrar þessa lands þurfa að taka sig verulega á í uppeldi á börnum sínum. Allt of mörg börn og unglingar kunna ekki almenna mannasiði af því að þeim er ekki kennt það heima fyrir. Ég býð alltaf góðan dag þegar ég hitti nemendur mína á göngunum og í skólastofunni. Þeir eru fáir sem svara til baka. Stundum enginn. Þá endurtek ég "góðan dag" og fæ kannski eitt til tvö umlsvör til baka. Það er leitt að segja frá þessu en svona er þetta bara. Og orðbragðið og illmælgin um aðra það er annar kapítuli. Uppeldið byrjar inná heimilunum eða á að gera það. Þar vantar uppá.

Guðrún Olga Clausen, 25.8.2007 kl. 11:25

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Flott hjá þér að segja frá. Ég hef oft undrað mig á þessum einkamála samtölum milli starfsfólks þegar maður kemur í búðir.  Eitt sem þú klikkaðir á að unglingar þurfa að vera 18 ára til að vera gjaldgengir á hinn almenna vinnumarkað. Það eru bara einstaka störf sem þeir fá að vinna fyrir þann tíma. En ég held að þetta sé ekki því að kenna eingöngu heldur líka því opna samfélagi sem við búum í í dag það er ekkert sem ekki má segja.

Aðalheiður Magnúsdóttir, 27.8.2007 kl. 10:13

3 identicon

Sara mííín. Voðalegt tuð er þetta. Þetta eru óharðnaðir unglingar sem er verið að draga inná vinnumarkaðinn. Við getum aftur á móti sem neytendur gert kröfur og ef við erum óánægð með þjónustu þá eigum við bara að hætta að versla við viðkomandi fyrirtæki. Það er ekki við starfsmennina að sakast, þeir verða að fá viðeigandi þjálfun og ef búðirnar hafa ekki metnað til að borga almennilegu fólki sæmileg laun, þá eiga þær ekki skilið að fá viðskipti okkar.

Og hananú...kv. Helga

Helga (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sara Guðmundsdóttir

Höfundur

Sara Guðmundsdóttir
Sara Guðmundsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 20080112221024 21
  • 20080112195653 21
  • 20080109013409 29
  • 20080109013408 28
  • Sara & Bjarki Næturvaktin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 368

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband