Færsluflokkur: Bloggar

Mallorka 2000

996601619966007999660080

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já, lífið var einfalt árið 2000 þegar við vorum bara þrjú  Smile.........

 

 

 

 


Reykingar.....af hverju?

Ég hef aldrei skilið af hverju fólk reykir. Af hverju byrjar fólk að reykja? Af hverju vill fólk anda að sér eitri þegar það getur sleppt því? Af hverju vill fólk lykta eins og öskubakki? Af hverju??

Mér finnst ótrúlegt að á árinu 2007 er fólk enn að reykja í bílum, og það sem meira er það er enn að reykja með börn í bílum. Í dag sá ég litla sæta fjölskyldu á gangi á Miklatúni. Maður og kona leiðandi litla sæta stelpu á milli sín sem var greinilega að koma úr leikskólanum. Ég fór að brosa þegar ég sá þau, fannst þau svo hryllilega sæt.....þangað til að ég sá að þau voru bæði að reykja, héldu á sígarettunum í annari hendi og leiddu stelpuna með hinni! Hvað er þetta eiginlega?

Mér finnst alveg frábært að það skuli vera búið að banna reykingar á veitingastöðum, þvílíkur munur!

En ég á við eitt vandamál að stríða.....það býr fólk í kjallaranum hjá mér sem reykir. Þau reykja ekki inni en það skiptir bara engu máli. Þegar ég kem heim á daginn eða opna útidyragurðina hjá mér þá tekur á móti mér reykingalykt. Þetta er gjörsamlega óþolandi!! Ég mun aldrei aftur auglýsa íbúðina mína sem reyklausa íbúð, nei...næst þegar ég leigi hana út þá leigi ég alls ekki fólki sem reykir.

Nú vil ég alls ekki vera með neina árás á fólk sem reykir, auðvitað þekki ég fullt af góðu fólki sem reykir en það breytir ekki því að ég skil ekki þennan ósið. 

Og svo er það þetta með tillitssemina.....að reykja úti eða jafnvel blása í hina áttina......hvað er það??!!!! Það fer alveg jafn mikill reykur á mig! Og fötin mín verða illa lyktandi þó að það sé blásið í hina áttina. 

Jæja, þetta var svona meira til að losa mig við þennan pirring.

Annars er ég bara hress Tounge vona að þið séuð það líka og svona til að hafa það á hreinu þá þykir mér ekkert minna vænt um það fólk sem reykir, mér þætti bara vænt um ef það myndi hætta!

 


The Wall

 

 Vildi bara deila því með ykkur að ég fór á frábæra tónleika á föstudagskvöldið í Laugardalshöllinni. Þar voru Dúndurfréttir ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands að taka The Wall. Þetta voru vægast sagt æðislegir tónleikar og fór Pétur Örn á kostum!! Ókei, ég skal viðurkenna að hann er bróðir minn en engu að síður stóð hann sig hrikalega vel. Reyndar gerðu þeir það allir og ekki síður kór Kársnesskóla sem var alveg frábær.

Við Bjarki fórum að tala um það á leiðinni heim eftir tónleikana hvað við erum alin upp við ólíka tónlist. Heima hjá mér voru Bítlarnir í fyrsta sæti og á eftir þeim Led Zeppelin, Pink Floyd,Eagles,Uriah Heep,Rolling Stones,Deep Purple of fl. Heima hjá honum voru Shawdos oft á fóninum ásamt John Denver. Þetta er bara frábært en mér finnst voða gaman hvað hann er að taka við sér í rokkinu. þetta kemur hægt en kemur þóTounge

Allavega þá mæli ég með því að þið kíkið á hljómsveitina Dúndurfréttir næst þegar þeir eru að spila, það er upplifun að hlusta á þá.

 


Flatey

Við fjölskyldan erum á leiðinni í Flatey um helgina á ættarmót í tilefni 100 ára afmæli Ásgarð (ættaróðalsins).

Það er alltaf gott að koma í Flatey í kyrrðina.

DSC01902

 

Góða helgi og takk fyrir öll góðu kommentin út af heimasíðunni okkar http://www.hvaderimatinn.is/

Sara


Hvað er í matinn.is?

Jæja, þá er síðan okkar http://www.hvaderimatinn.is/?

loksins farin í loftið. Við ákváðum að setja hana rólega í loftið og prófa hana, sjá hvað hún þolir mikla umferð og svo koma alltaf upp fullt af tæknilegum málum sem þarf að laga. 

Þetta hefur gengið í raun fáránlega vel og er ég búin að rekast á umræður um síðuna nokkrum sinnum á barnalandi og líka á nokkrum bloggsíðum. Það er fólk úti úm allan heim búið að skoða síðuna allt frá Danmörki til Japan og eiginlega allt þar á milli. Þetta hljóta að vera Íslendingar sem búa erlendis og hafa fengið slóðina senda.....er það ekki??

Það eru spennandi hlutir að gerast í þessu og verður helling bætt við á næstunni. 

Öll comment eru vel þegin. Ég lít svo á að allar athugasemdir séu góðar því við erum að reyna að gera síðuna notendavæna fyrir alla helst!!

Góða helgi lömbin mín,

Sara 


Amsterdamferðin

Síðustu helgi fór ég með Kibbu frænku og Sunnu mús til Amsterdam að heimsækja Melissu, Jerrel, Tómas (sem framvegis verður kallaður Jesús minn), Ellu og Saskiu.

Við gistum hjá Melissu sem var sko betra en að vera á nokkru hóteli. Þvílík þjónusta!

Við knúsuðum Tómas endalaust, versluðum endalaust, hlógum endalaust og borðuðum apríl (mars) með kaffinu Tounge.

Sunna sem er að verða 6 mánaða var frábær ferðafélagi og hún meira að segja kúkaði í hollenskt klósett! Já, hún kúkar í klósett þessi elska...það gengur bara betur en að rembast í bleyjuna!

Við fengum ábendingu um að hún ætti að byrja að "safnDSC02143DSC02163DSC02172DSC02147a" borgum og hún er nú þegar komin með Reykjavík-Amsterdam.

Takk Melissa fyrir helgina, þetta var aðeins of stutt en gebba gaman. Ég sakna ykkar og hlakka til að sjá ykkur næst.

DSC02073DSC02075DSC02094DSC02128


Grasekkjan......

.......það er ég. Og ég er ekki súpermamma. Það er skítugt hjá mér, ekki búið að ryksuga í nokkra daga, ekki búið að þurrka af í fleiri daga og ekki búið að fara með dót í bílskúrinn sem búið er að vera á stofugólfinu í marga daga.

Ég elda ekki á hverju kvöldi....það er oft "snarl" í matinn. Ég nenni ekki alltaf að brjóta saman þvottinn þó hann liggi í hrúgu í sófanum. Stundum nenni ég ekki einu sinni að þvo þvottinn, bíð bara þar til ég VERÐ.

Bíllinn minn er á nagladekkjum og hann er líka skítugur......það eru dáin sumarblóm í beðinu mínu því ég ætlaði að verða súpermamma og plantaði nokkrum blómum 1.maí. Seinna var mér sagt að það væri of snemmt....blómin dóu. Kannski verða þau bara dáin í beðinu í sumar....við skulum vona að ég taki mig á.

En þó að ég sé ekki súpermamma þá held ég að ég sé góð mamma. Ég elska stelpurnar mínar og segi þeim það daglega. Þær vita að þó að það sé ekki nýryksugað og þvotturinn sé allsstaðar að ég elska þær.

Ég fer í sveitaferðir, kórferðir, á tónleika og tala við kennarana þeirra.

Ég vona að ég verði alltaf góð mamma. Ég vona að einn daginn verði ég kannski bara góð súpermamma!


Af hverju?

Af hverju getum við ekki sungið Eurovision lagið okkar á íslensku?

Af hverju þurfum við alltaf að gera eins og hinir?

Af hverju þurfti að lita fallega rauða hárið á Eika dökkt?

Af hverju?

Af því að þannig er bara lífið myndi 5 ára dóttir mín svara þessum spurningum.

Þessa dagana er allt svo yndislegt hjá henni. Þegar ég spyr hana hvernig dagurinn var hjá henni svarar hún: "Þetta var yndislegur dagur í leikskólnaum". Þegar ég spyr hana hvað hún fékk að borða á leikskólanum þá svara hún: "Ég fékk yndislegan mat á leikskólanum". Þegar ég spyr hana hvernig hún svaf í nótt þá svara hún: "Þetta var yndisleg nótt".

Ég ætla að taka hana mér til fyrirmyndar og segja: Það er yndislegt að vera eins og hinir, syngja lagið okkar á ensku og vera með dökkt hár!

Til hamingju með daginn Íslendingar, við komumst áfram í kvöld!!

 


Lífið

Ég vaknaði snemma um morguninn á Páskadag við það að yngsta stelpan mín lá í rúminu sínu og hjalaði. Ég leit á hana og hún brosti til mín,leit svo á rúmið mitt og þar lá restin af fjölskyldunni, maðurinn minn og hinar stelpurnar tvær. Öll voru þau sofandi.

Ég tók þá litlu til mín og gaf henni að drekka. Hún er þriðja barnið mitt og ég hef verið með þau öll á brjósti en aldrei verið samt þessi "brjóstamanneskja" ef það er hægt að orða það svo. Aldrei fundið þessa miklu ljúfleikatilfinningu sem konur oft tala um. Nú er ég ekki að meina að það hafi verið kvöð að vera með börnin mín á brjósti en ég kláraði þessa 6 mánuði og hætti svo og við tók ákveðið frelsi að mér fannst þá.

En þenna umrædda morgun þá fékk ég þessa tilfinningu. Ég leit yfir hópinn minn og fannst ég ríkasta kona í heimi. Mér finnst frábært að geta nært barnið mitt og fylgt með henni stækka og þroskast.

Stuttu seinna vaknaði miðjan (Ásthildur sem er 5 ára) og vildi strax fá að halda á systur sinni. Þegar ég ætlaði að rétta henni hana þá stoppaði hún mig og bað mig að bíða aðeins meðan hún kjarnaði sig! Kjarna sig, hvað er það spurði ég?

Hún sýndi mér það, settist í jógastellingu, setti hendurnar í "blóm" og andaði djúpt. Eftir þetta bað hún að fá Sunnu (yngsta).

Ég veit að allar uppeldisbækur segja manni að börnin eigi ekki að sofa upp í og við höfum reynt eftir fremsta megni að fara eftir því en það er bara svo notalegt!!

Síðasti pistill minn fjallaði um grenj og ég get alveg sagt ykkur það að ég græt oft en oftast græt ég af gleði, gleði yfir því hvað við erum heppin að búa á Íslandi, eiga þrjú heilbrigð börn, eiga heimili, hafa vinnu. Þó er ég sérstakelga viðkvæm þegar ég geng inn í herbergi stelpnanna minna á kvöldin þegar þær eru sofnaðar og breiði yfir þær sængurnar sem þær eru búnar að sparka af sér, slekk á lömpum og kyssi þær. Þá fæ ég yfir mig bestu tilfinningu sem hægt er að hugsa sér og það er hverniggeturstaðiáþvíhvaðviðerumheppin tilfinningin. Svo koma nokkur gleðitár.......

 Ég segi stundum við stelpurnar mínar að við pabbi þeirra séum svo heppin. Af öllum góðu börnunum í heiminum fengu við þau bestuSmile

 


Grenj

Ég held að ég verði að hætta að horfa svona mikið á sjónvarp. Ég er farin að grenja yfir ótrúlegustu þáttum. Til dæmis þá grét ég yfir Ameríska Idolinu í gær. Okei, það var reyndar verið að sýna myndir af veikum og sveltandi börnum í Afríku en ég er að verða ofurviðkvæm. Kannski er þetta eftirfæðingaviðkvæmni.

Áðan grét ég yfir Opruh sem er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Hún var með tvíburasystur í heimsókn hjá sér sem fæddust samvaxnar og voru aðskildar fyrir nokkrum mánuðum.

Ég grét yfir Íslandi í dag í gær. Ég grét ekki bara yfir því hvað þessi þáttur er vondur heldur líka yfir viðtalinu við nýja forstjóra Glitnis. Ástæðan er einföld, ég bara skil ekki af hverju hann Bjarki minn fékk ekki boð um þetta starf. Hann er orðin 34 ára og löngu kominn tími á hann.LoL

Nú svo horfði ég á kastjósið á netinu áðan síðan á föstudag þegar Helgi Seljan var með Jónínu Bjartmarz í "viðtali" ef viðtal skal kalla. Ég grét yfir því hvað hann var vondur við hana og dónalegur. Ég meina ég þekki hana ekki neitt og kýs ekki Framsókn en þetta fannst mér leiðinlegt að sjá.

Já, ég er jafnvel að hugsa um að minnka sjónvarspglápið og snúa mér frekar að útiveru með börnunum mínum og hoppa meira á trampólíninu sem tekur allan garðinn minnTounge

 

Gleðilegt sumar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sara Guðmundsdóttir

Höfundur

Sara Guðmundsdóttir
Sara Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 20080112221024 21
  • 20080112195653 21
  • 20080109013409 29
  • 20080109013408 28
  • Sara & Bjarki Næturvaktin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband