Reykingar.....af hverju?

Ég hef aldrei skilið af hverju fólk reykir. Af hverju byrjar fólk að reykja? Af hverju vill fólk anda að sér eitri þegar það getur sleppt því? Af hverju vill fólk lykta eins og öskubakki? Af hverju??

Mér finnst ótrúlegt að á árinu 2007 er fólk enn að reykja í bílum, og það sem meira er það er enn að reykja með börn í bílum. Í dag sá ég litla sæta fjölskyldu á gangi á Miklatúni. Maður og kona leiðandi litla sæta stelpu á milli sín sem var greinilega að koma úr leikskólanum. Ég fór að brosa þegar ég sá þau, fannst þau svo hryllilega sæt.....þangað til að ég sá að þau voru bæði að reykja, héldu á sígarettunum í annari hendi og leiddu stelpuna með hinni! Hvað er þetta eiginlega?

Mér finnst alveg frábært að það skuli vera búið að banna reykingar á veitingastöðum, þvílíkur munur!

En ég á við eitt vandamál að stríða.....það býr fólk í kjallaranum hjá mér sem reykir. Þau reykja ekki inni en það skiptir bara engu máli. Þegar ég kem heim á daginn eða opna útidyragurðina hjá mér þá tekur á móti mér reykingalykt. Þetta er gjörsamlega óþolandi!! Ég mun aldrei aftur auglýsa íbúðina mína sem reyklausa íbúð, nei...næst þegar ég leigi hana út þá leigi ég alls ekki fólki sem reykir.

Nú vil ég alls ekki vera með neina árás á fólk sem reykir, auðvitað þekki ég fullt af góðu fólki sem reykir en það breytir ekki því að ég skil ekki þennan ósið. 

Og svo er það þetta með tillitssemina.....að reykja úti eða jafnvel blása í hina áttina......hvað er það??!!!! Það fer alveg jafn mikill reykur á mig! Og fötin mín verða illa lyktandi þó að það sé blásið í hina áttina. 

Jæja, þetta var svona meira til að losa mig við þennan pirring.

Annars er ég bara hress Tounge vona að þið séuð það líka og svona til að hafa það á hreinu þá þykir mér ekkert minna vænt um það fólk sem reykir, mér þætti bara vænt um ef það myndi hætta!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það má auðvitað reyna að útrýma okkur.  Hugmynd bara.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 00:07

2 Smámynd: Sara Guðmundsdóttir

Já, til dæmis með því að hjálpa ykkur að hætta að reykja

Sara Guðmundsdóttir, 11.8.2007 kl. 00:09

3 identicon

Ég er hættur fyrir löngu síðan.

Sigurjón (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 15:57

4 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Það er bara svo töff að reykja Sara!! hehe

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 12.8.2007 kl. 16:03

5 Smámynd: Sara Guðmundsdóttir

Voðalega ert þú eitthvað eitís Nesi !!

Sara Guðmundsdóttir, 12.8.2007 kl. 22:49

6 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Áfengi og börn á ekki samleið reykingar og börn ekki heldur. Fólk má fyrir mér neita hvoru tveggja en það getur reykt þegar börnin eru ekki við hlið þeirra og sama á við um drykkjuna. Mætti nokkrum fjölskyldum sem voru með börn allt niður í að vera í barnavagni þar sem foreldrar voru með bæði sígarettu og bjórflösku í hendi að keyra vagninn,

Aðalheiður Magnúsdóttir, 13.8.2007 kl. 10:02

7 identicon

Heyr heyr Sara! Ég bara skil heldur ekki þennan ósið - gerði nokkrar tilraunir hér á árum áður til að reykja - átti vinkonur sem reyktu. Þetta fór mér bara ekki og enn síður gat ég vanist þessu, bara hreint ekki!

Já og með reykingar í fjölbýlishúsum - algerlega óþolandi þegar fólk fer út að reykja. Nú ef fólk vill reykja þá getur það gert það inn í sinni íbúð, ekki að fara út og reykja beint undir herbergisglugganum mínum! Óþolandi.

Reykingar í bílum eru einnig óskyljanlegar. Ég er t.a.m. að leita mér að bíl og fann einn um daginn á bílasölu hér í borg, fékk að prufukeyra en kalda sígarettulyktin í bílnum varð til þess að ekki datt mér til hugar að fjárfesta í gripnum. Gömul vinkona mín útskýrði einmitt vöntun sína á rötun um landið okkar út frá því að foreldrar hennar reyktu svo mikið í bílnum þegar hún var krakki að hún sá aldrei út! Um leið bönnuðu foreldranir henni að opna gluggann....já ekki mátti vegarykið komast inn í bílinn! En þetta var árið 1980, halló, í dag er árið 2007!

Gurra (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 10:33

8 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Sammála þér dóttir góð. Það er undarlegt að fólk skuli enn í dag reykja með börnin sín í bílnum. Ég er líka ofur ánægð með að það skuli ekki mega reykja á veitingastöðum. Ég legg til að þeir sem eiga erfitt með að hætta leiti sér aðstoðar þangað til það ber árangur. Það ER hægt að hætta. Ef fólk getur losað sig við heróín, kókaín og brennivín þá hlýtur með einhverjum andsk...ráðum plús viljakrafti að vera hægt að hætta að reykja tóbak. Viljinn spilar stóra rullu. Ekki gefast upp gott fólk. Það tekst einn daginn!! Hlífið alla vega börnum, bæði ykkar og annarra.

Guðrún Olga Clausen, 13.8.2007 kl. 10:40

9 identicon

Já þetta er alveg fáránlegur ávani. 

Ég og mín ektafrú hættum að reykja í janúar og getum núna enganvegin skilið af hverju við vorum að þessu. Það er svooooo gott að vera laus við þetta. Ég mæli með EASY WAY námskeiðunum til að hætta. Tekur einn dag og maður laus úr þessu að eilífu.

Anna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sara Guðmundsdóttir

Höfundur

Sara Guðmundsdóttir
Sara Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20080112221024 21
  • 20080112195653 21
  • 20080109013409 29
  • 20080109013408 28
  • Sara & Bjarki Næturvaktin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband