Af hverju ekki frí á mánudegi ?

Ég var að koma úr frábærum göngutúr þar sem við fjölskyldan fórum stífluhringinn, Sunna í vagninum, Ástrós á línuskautum og Ásthildur á hjóli. Elliðadalurinn er alveg frábær og það er einmitt í þessu hring sem margar hugmyndir hafa fæðst hjá okkur Bjarka. Sem dæmi má nefna að fyrir rúmu ári síðan vorum við á göngu þar og fengum þá hugmynd að kaupa okkur raðhús hér í Árbænum. Við fluttum svo inn í júlí sl.

Eitt af því sem við ræddum á leið okkar kringum vatnið var dagurinn í dag. Sumardagurinn fyrsti (sem er reyndar sá besti sem ég man eftir í nokkur ár), af hverju erum við alltaf með frídagana á fimmtudögum? Hver ákveður hvaða dag sumardagurinn fyrsti lendir á? Ég hef bara aldrei spáð í þetta en væri ekki sniðugt að hafa  hann frekar á mánudegi og lengja helgina? +Eg geri mér grein fyrir því að maður breytir ekki jólunum og páskunum en væri ekki hægt að laga þetta?

Segi nú bara svona Cool

Allavega þá óska ég ykkur öllum gleðilegs sumars og vona að þið njótið dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hi Sara!

 Ég bý reyndar í London og hér er öll frí færð yfir á mánudaga:  I love it.

Em (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 14:00

2 identicon

Gleðilegt sumar Sara mín.

 það væri nú brilljant að flytja þessa fimmtudags frídaga yfir á mánudaga :)

Guðrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 16:12

3 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Velkomin í bloggheiminn. Þú veist að það er fylgst með ættingjunum hér:)

Kveðja frá Akureyri

Aðalheiður

Aðalheiður Magnúsdóttir, 20.4.2007 kl. 01:09

4 Smámynd: Sara Guðmundsdóttir

takk fyrir þetta Aðlaheiður, það er gott að vita að það er fylgst með manni

Sara Guðmundsdóttir, 20.4.2007 kl. 10:40

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hæ Sara mín.

Til hamingju með allar yndislegu stelpurnar þínar. Þær eru örugglega allar jafn skemmtilegar og þú þegar þú varst lítil Er sammála því að flytja eigi staka frídag á föstudaga eða mánudaga.

Kveðjur til allra.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.4.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sara Guðmundsdóttir

Höfundur

Sara Guðmundsdóttir
Sara Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 20080112221024 21
  • 20080112195653 21
  • 20080109013409 29
  • 20080109013408 28
  • Sara & Bjarki Næturvaktin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 518

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband