Auðvitað!

Auðvitað er Kata búin að skrá Suri á kaþólskunámskeið, ég meina barnið er að verða árs gamalt. Mínar stelpur eru allar búnar að fara á enskunámskeið, excelnámskeið, matreiðlsunámskeið, flugnámskeið...Ástrós er farin að keyra....ótrúlega þægilegt þegar mann vantar far heim af djamminu!!  Það er nefninlega alveg ótrúlegt hvað þessi börn geta lært......ég meina þau eru eins og svampar, drekka í sig sig það sem við viljum að þau læri!

Annars er ég svekkt yfir því hvað Tommarinn er búinn að missa sig. Ég var alltaf skotin í honum og fannst hann og Nicole ofsalega flott hjón en hann er algjörlega búinn að "missa" það.

En Suri, hún er algjört krúttSmile


mbl.is Katie vill að Suri læri um kaþólsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Já, ef satt er þá er Tommarinn orðinn eitthvað skrítinn en kannski er greyið bara fórnarlamb blaðanna. Suri er krúttleg. og ég er ánægð að heyra að Ástrós er farin að keyra. kominn tími til orðin 10 næstum11. Gott hjá ykkur, ábyrgir foreldrar þar.

Guðrún Olga Clausen, 20.4.2007 kl. 17:29

2 identicon

Hæ Sara mín,

Gaman að þú sért komin með blogg. Það er svo næs að geta fylgst með ykkur svona.

Og já ég er sko alveg sammála þér um Tomma. Hann er því miður eitthvað klikk orðinn. Hann var einmitt svo cool. En Katie er ánægð með hann og það er það mikilvægasta. Hlakka til að sjá þig eftir svona um það bil 40 daga.

Ástarkveðjur,

Melissa

Melissa (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 13:39

3 identicon

Já thetta er alveg ferlegt hvad börnin eru snögg ad thessu. Ódinn minn var ad klára í fyrra doktors ritgerdina í jardedlisfraedi med stjörnu hagfraedi sem undirfag. Thad er verid ad thjálfa hann í kapteinstödu í kafbáta flotanum theim Kanadíska.

Dadi er meiri íthróttarmadur (skrifa thetta á thýsku lyklabordi í Hamburg), og hefur verid valin í landslid Kanada í sundi-thad er verdi ad bída eftir pappírunum svo hann fái Kanadískan ríkisborgararétt. Svo hefur hann verid ad Spila til úrslita í NHL deildinni (ice hokky) med meisturunum. Er ad klára masterinn í sjávarlíffraedi  í University of Victoria med lista sögu sem undirfag.

Selma blessudin var strax ör vid faedingu. Vid vissum ad hún mundi finna sér áhugamál strax. Núna á 6 mánudi er hún bara babblandi latínu og frönsku ásamt enskunni. Hefur verid ansi dugleg ad leidrétta mömmu sína á íslenskunni. Já madur verdur ad passa sig í útlandinu ad börnin tali nóga íslensku.  Svo erum vid bara med boxpúda og svoleidis graeur fyrir hana. Löngu búin ad pakka Fisser Praes leikföngunum. Hún jú heimtadi ad fara í sjálfsvarnar íthróttir og er komin med svarta beltid og 15 Dan í Judó. Tók svo 7 Dan í Akidó í sídustu viku. Svo er hún komin med 2071 Elo stig (skák). Jón L Árnarson er med 1977. Hefur talad um thad ad hún vilji fara í Computer Software Engineering.

 Já blessud börnin. Thad tharf sko ad fylgjast vel med theim. Madur vaknar einn daginn og thá er fuglinn floginn burt.

Sigurjón (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 16:09

4 Smámynd: Sara Guðmundsdóttir

Elsku Grjóni (get ekki vansit því að kalla þig alltaf Sigurjón ) innilega til hamingju með hana Selmu litlu og gaman að heyra í þér. Ég er einmitt búin að setja bloggið ykkar í favorites hjá mér og kíki reglulega.

Þetta með börnin, já þetta er erfitt...hún Sunna mín er einmitt búin að vera að minna mig á að hún sé orðin 4 mánaða og vill fara að koma sér í nám, hún er búin að vera að spá í efnafræðina...þetta kemur allt í ljós en ég ætla að reyna að halda í hana eins lengi og ég get!!

Sara Guðmundsdóttir, 23.4.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sara Guðmundsdóttir

Höfundur

Sara Guðmundsdóttir
Sara Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20080112221024 21
  • 20080112195653 21
  • 20080109013409 29
  • 20080109013408 28
  • Sara & Bjarki Næturvaktin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 445

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband