Lífið

Ég vaknaði snemma um morguninn á Páskadag við það að yngsta stelpan mín lá í rúminu sínu og hjalaði. Ég leit á hana og hún brosti til mín,leit svo á rúmið mitt og þar lá restin af fjölskyldunni, maðurinn minn og hinar stelpurnar tvær. Öll voru þau sofandi.

Ég tók þá litlu til mín og gaf henni að drekka. Hún er þriðja barnið mitt og ég hef verið með þau öll á brjósti en aldrei verið samt þessi "brjóstamanneskja" ef það er hægt að orða það svo. Aldrei fundið þessa miklu ljúfleikatilfinningu sem konur oft tala um. Nú er ég ekki að meina að það hafi verið kvöð að vera með börnin mín á brjósti en ég kláraði þessa 6 mánuði og hætti svo og við tók ákveðið frelsi að mér fannst þá.

En þenna umrædda morgun þá fékk ég þessa tilfinningu. Ég leit yfir hópinn minn og fannst ég ríkasta kona í heimi. Mér finnst frábært að geta nært barnið mitt og fylgt með henni stækka og þroskast.

Stuttu seinna vaknaði miðjan (Ásthildur sem er 5 ára) og vildi strax fá að halda á systur sinni. Þegar ég ætlaði að rétta henni hana þá stoppaði hún mig og bað mig að bíða aðeins meðan hún kjarnaði sig! Kjarna sig, hvað er það spurði ég?

Hún sýndi mér það, settist í jógastellingu, setti hendurnar í "blóm" og andaði djúpt. Eftir þetta bað hún að fá Sunnu (yngsta).

Ég veit að allar uppeldisbækur segja manni að börnin eigi ekki að sofa upp í og við höfum reynt eftir fremsta megni að fara eftir því en það er bara svo notalegt!!

Síðasti pistill minn fjallaði um grenj og ég get alveg sagt ykkur það að ég græt oft en oftast græt ég af gleði, gleði yfir því hvað við erum heppin að búa á Íslandi, eiga þrjú heilbrigð börn, eiga heimili, hafa vinnu. Þó er ég sérstakelga viðkvæm þegar ég geng inn í herbergi stelpnanna minna á kvöldin þegar þær eru sofnaðar og breiði yfir þær sængurnar sem þær eru búnar að sparka af sér, slekk á lömpum og kyssi þær. Þá fæ ég yfir mig bestu tilfinningu sem hægt er að hugsa sér og það er hverniggeturstaðiáþvíhvaðviðerumheppin tilfinningin. Svo koma nokkur gleðitár.......

 Ég segi stundum við stelpurnar mínar að við pabbi þeirra séum svo heppin. Af öllum góðu börnunum í heiminum fengu við þau bestuSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Elsku Sara mín nú fór ég að gráta. Ég elska ykkur öll og er líka svo óendanlega rík. Nú vantar mig bara starfslokasamning og þá er þetta fullkomnað. Æi greyin reynið að hafa hann a la Glitnir. Getur B.P. ekki hjálpað?

Guðrún Olga Clausen, 5.5.2007 kl. 19:22

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég táraðist líka.....ég hef bara séð þá elstu. Þegar ég söng í skírninni hennar og svo líka á kirkju loftinu.

En þessi tilfinning alsælu og hamingju er engri annari tilfinningu lík.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 5.5.2007 kl. 19:31

3 identicon

Englarnir mínir, þið eruð yndi. Ég þekki þessar tilfinningar vel.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 19:46

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Yndislegur pistill Sara! Hef einmitt aldrei skilið þessa brjóstatilfinningu, hékk nú samt með mínar báðar í næstum því ár hvora aðallega af því að það er alltaf við höndina og virkar best við óhamingju. Knús til ykkar .

Laufey Ólafsdóttir, 6.5.2007 kl. 05:28

5 Smámynd: Sara Guðmundsdóttir

Ég verð nú að hrósa þér Laufey fyrir að hanga með þær á brjósti í ár! Málið er nefninlega að þetta er hentugt, einfalt og fyrirhafnalítið. Knús til þín og yndislegu stelpnanna þinna sem gaman væri að fá að hitta einn daginn

Sara Guðmundsdóttir, 6.5.2007 kl. 10:16

6 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Það get ég sagt þér Sara mín að ef þú hefðir prufað að eiga barn sem ekki hefur þolinmæði í brjóstið, vill aldrei sofa uppí og svo á hinn bóginn barn sem er á brjósti til 10 mánaða og sefur uppí til 12 ára þá myndirðu skilja þetta með yndisleika brjóstagjafarinnar (hún er sko ekki kvöð) og svo léttirinn yfir að fá rúmið sitt (þó svo að það sé yndislegt að kúra með börnunum). Ég var svo rugluð þegar ég vaknaði í fyrsta sinn án þess að vera með barnið í rúminu eftir nærri 12 ár að ég hélt að það væri eitthvað að drengnum. En honum leið bara vel

Svo ætla ég að samþykkja af heilum hug hversu heppin við erum sem eigum heilbrigð börn og barnabörn, höfum heilsu  og vinnu, eigum yndisleg heimili og fjölskyldur. Það er ekkert til sem er dýrmætara.

Frænku knús

Aðalheiður Magnúsdóttir, 6.5.2007 kl. 20:21

7 identicon

 

Þú ert nú meiri hjartakremjarinn  ....

Til hamningju með titilinn um helgina. Kaffi í næstu viku ??

Anna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 08:58

8 Smámynd: Sara Guðmundsdóttir

Já, kaffi eftir Eurovision vikuna (kosningar líka??)

Sara Guðmundsdóttir, 7.5.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sara Guðmundsdóttir

Höfundur

Sara Guðmundsdóttir
Sara Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20080112221024 21
  • 20080112195653 21
  • 20080109013409 29
  • 20080109013408 28
  • Sara & Bjarki Næturvaktin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband