Grasekkjan......

.......það er ég. Og ég er ekki súpermamma. Það er skítugt hjá mér, ekki búið að ryksuga í nokkra daga, ekki búið að þurrka af í fleiri daga og ekki búið að fara með dót í bílskúrinn sem búið er að vera á stofugólfinu í marga daga.

Ég elda ekki á hverju kvöldi....það er oft "snarl" í matinn. Ég nenni ekki alltaf að brjóta saman þvottinn þó hann liggi í hrúgu í sófanum. Stundum nenni ég ekki einu sinni að þvo þvottinn, bíð bara þar til ég VERÐ.

Bíllinn minn er á nagladekkjum og hann er líka skítugur......það eru dáin sumarblóm í beðinu mínu því ég ætlaði að verða súpermamma og plantaði nokkrum blómum 1.maí. Seinna var mér sagt að það væri of snemmt....blómin dóu. Kannski verða þau bara dáin í beðinu í sumar....við skulum vona að ég taki mig á.

En þó að ég sé ekki súpermamma þá held ég að ég sé góð mamma. Ég elska stelpurnar mínar og segi þeim það daglega. Þær vita að þó að það sé ekki nýryksugað og þvotturinn sé allsstaðar að ég elska þær.

Ég fer í sveitaferðir, kórferðir, á tónleika og tala við kennarana þeirra.

Ég vona að ég verði alltaf góð mamma. Ég vona að einn daginn verði ég kannski bara góð súpermamma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Að elska börnin sín segir mikið, og enn meira að segja þeim það oft.

Supermamma! 

Þröstur Unnar, 20.5.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Þú ert súpermamma ég get vitnað um það. Hvað gerir til þó það sé ekki allt ofurhreint. Meira virði að tala við börnin sín og vera með þeim eins og þú gerir. Svo þarf maður ekki að vera fullkominn. Maður getur verið flottur þó maður sé mannlega breyskur. Þú ert frábær dóttir góð.

Guðrún Olga Clausen, 20.5.2007 kl. 19:16

3 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Gleymdi reyndar einu sem þú mátt ekki trassa mikið lengur mín kæra og það er að skipta um dekk. Vil ekki að þú fáir 20 þúsund króna sekt og spænir um leið upp götur bæjarins. Drífðu í því.

Guðrún Olga Clausen, 20.5.2007 kl. 19:17

4 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Heyrðu mig nú ekkert volæði komdu bara til dyranna eins og þú ert klædd maður getur ekki gert alla hluti og það er mikið betra að njóta þess að vera með börnunum sínum en að sveifla tuskunni. En taktu samt mark á þessu með dekkin og bílinn. Þrifin fara ekkert frá þér. Ég veit þetta er að moka út fjögura ára samsafni um þessar mundir

Aðalheiður Magnúsdóttir, 21.5.2007 kl. 09:52

5 Smámynd: Sara Guðmundsdóttir

Nú er ég bara ekki viss um þetta með  dekkin....það snjóar í höfuðborginni!

Sara Guðmundsdóttir, 21.5.2007 kl. 09:54

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Á ég að bjóða þér í heimsókn til mín til að þér líði betur?

...hélt annars eitt augnablik að þú værir að lýsa mínu heimilisástandi Tek sko skemmtun með stelpunum mínum framyfir þrif any time! 

Laufey Ólafsdóttir, 21.5.2007 kl. 11:24

7 identicon

Ég get vel tekið undir það með henni mömmu þinni að þú sért SÚPERMAMMA  Þó svo þú ryksugir eða þurkir ekki af í einhverja daga, það fer ekkert.

Það mættu nú margir taka þig til fyrirmyndar og sinna frekar samskiptum við börn og maka ,frekar en eltast við það að hafa allt voða fínt og flott fyrir náungann. 

Guðrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 13:57

8 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Ég finn mig knúna til að bæta því við að ég kom til Söru um daginn og hélt hún væri nýbúin að taka til og þrífa. Talaði svo við hana í síma um kvöldið og þá var hún að tala um hvað allt væri skítugt og óryksugað. Ég held að skítastuðullinn hjá henni sé mjög lágur svo fólk haldi ekki að allt sé í rúst hjá henni. Sara er bæði frábær sem mamma og þrifakona.

Guðrún Olga Clausen, 22.5.2007 kl. 12:49

9 Smámynd: Sara Guðmundsdóttir

Takk mamma!

Sara Guðmundsdóttir, 22.5.2007 kl. 13:48

10 identicon

Elsku dúllan mín

Þú ert nú bara fyndin. Ég veit ekki um mörg heimili sem eru jafn lifandi (þá á ég við fjölda barna hlaupandi út um allt) sem eru jafn vel útlítandi og þitt. Þannig að ég verð að taka undir með henni móður þinni að þú ert súpermamma. Þú  heldur heimilinu hreinu, sinnir börnum og buru og ég verð að bæta einu við... sinnir vinum og vandamönnum þínum einstaklega vel líka... Allir leita til þín með vandamálin sín. Ég hef oft sagt þetta við þig, en það er ágætt að lesa þetta líka.

Þú ert einstök og við erum öll heppin að eiga þig í okkar lífi... og hananú

kv. Helga

Drottningar og drekaflugur (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 22:34

11 Smámynd: Sara Guðmundsdóttir

Ég get ekki annað en  þakkað fyrir hlý orð í minn garð Ég er líka einstaklega heppin að eiga góða fjölskyldu og frábæra vini! Takk fyrir það!!

Sara Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 16:20

12 identicon

Ég verð nú að fá að leggja orð í belg. Þú ert frábær mamma og þú átt hlýlegt og fallegt heimili sem er sko alls ekkert subbulegt eða skítugt, nema síður sé.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sara Guðmundsdóttir

Höfundur

Sara Guðmundsdóttir
Sara Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20080112221024 21
  • 20080112195653 21
  • 20080109013409 29
  • 20080109013408 28
  • Sara & Bjarki Næturvaktin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband